Taktu þín fyrstu skref

  • Hnitmiðað æfingakerfi þar sem áhersla er lögð á að byggja upp sterkan og góðan grunn þátttakenda. Uppsetning námskeiðsins verður þannig að allir geta tekið þátt, óháð líkamlegri getu og reynslustigi. Hver og einn vinnur á sínum hraða, vinnur í kringum sínar takmarkanir og tekur skref í átt að markmiðum sínum. Markmið námskeiðsins er að bæta sjálfsmynd, þol, styrk og liðleika, en umfram allt að bæta heilsu og lífsgæði hvers og eins.

  • Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem langar að koma sér af stað en þora því ekki, glíma við vöðvabólgur, úthaldsleysi, vefjagigt, líkamlega/andlega kvilla eða vilja einfaldlega fá aukið sjálfsöryggi áður en farið er yfir í stærri hóp.

  • Það sem fylgir námskeiðinu er gott aðhald, aðstoð við markmiðasetningu, lokaður Facebook hópur og gagnleg fræðsla um ýmsa þætti er varða heilbrigðan lífstíl.

  • Námskeiðið er 2x í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl 9:30-10:30.

  • Einungis eru 15 pláss í boði á námskeiðið þar sem markmiðið er að hver og einn fái persónulega þjónustu í þægilegu og afslöppuðu umhverfi.

  • Námskeiðið byrjar mánudaginn 27. janúar og er í 6 vikur. Verð fyrir 6 vikur er 19.900 kr og innifalið í því verði eru allir WOD tímar í tímatöflu.

Óseyri 4, 600 Akureyri

©2019 by Crossfit Hamar