Óseyri 4, 600 Akureyri

©2019 by Crossfit Hamar

  • Að námskeiðinu loknu sækja iðkendur tíma og halda áfram að vinna með þær hreyfingar sem kenndar eru á grunnnámskeiði og auka styrk sinn og úthald undir handleiðslu þjálfara

  • Hjá CrossFit Hamar er boðið upp á þrjú mismunandi erfiðleikastig af hverri æfingu, WOD 1, WOD 2 og WOD 3.​​

    • WOD 1: Erfiðasta útgáfa af æfingu dagsins. Ætlað þeim sem eru lengst komnir.

    • WOD 2: Er yfirleitt byggt upp á sama hátt og WOD 1 nema með léttari þyngdum og möguleika á einfaldari tækni.

    • WOD 3: Einfaldasta útgáfa af æfingu dagsins. Hugsað fyrir byrjendur. Minnstu þyngdirnar, einfaldari tækni og færri endurtekningar.

  • Með því að hafa þessi þrjú erfiðleikastig og með því að aðlaga æfingar að þörfum hvers og eins reynum við að tryggja að allir sem koma á æfingu til okkar geti tekið æfingu sem hentar þeirra getustigi. Tímarnir okkar eru að mörgu leyti eins og hópeinkaþjálfun þar sem hver kúnni fær eins mikla athygli og hann óskar.