CrossFit er fyrir alla - líka þig!

Hvers vegna CrossFit?

CrossFit er mjög fjölbreytt og árangursríkt æfingarkerfi sem hentar öllum, óháð reynslu, líkamlegri getu og aldri. Æfingarkerfið leitast við að auka lífsgæði og heilsu fólks í daglegu lífi. Markmiðið er að einstaklingurinn hafi styrk og úthald í leik og starf. Á æfingum er ávallt þjálfari sem er þér innan handar til að leiðbeina og sjá til þess að æfingar séu framkvæmdar á réttan og öruggan hátt svo þú náir hámarksárangri. Með æfingarkerfinu eykur þú styrk, úthald, snerpu og liðleika! Gerðu æfingarkerfið CrossFit ekki að átaki, heldur að lífsstíl.

Námskeið

IMG_8749.jpg

Grunnnámskeið

Námskeiðið gengur út á að kynna fyrir þér bæði stöðina CrossFit Hamar sem og æfingarkerfið CrossFit. Undir handleiðslu þjálfara í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi lærir þú að framkvæma hreyfingar á öruggan hátt, með áherslu á góða líkamsstöðu, líkamsbeitingu, líkamsvitund og liðleika. 

IMG_8411.jpg

Taktu þín fyrstu skref

Tímarnir eru hugsaðir fyrir þá sem langar að koma sér af stað en þora því ekki, glíma við vöðvabólgur, úthaldsleysi, vefjagigt, líkamlega/andlega kvilla eða vilja einfaldlega fá aukið sjálfsöryggi áður en farið er yfir í stærri hóp.

IMG_6440.jpg

Krakka- og unglinga CrossFit

Námskeiðið gengur út á að kynna fyrir krökkum og unglingum æfingakerfið CrossFit undir handleiðslu þjálfara í jafnframt uppbyggilegu og jákvæðu umhverfi.Markmið námskeiðsins er að bæta heilsu barna og unglinga á víðum grunni.

 

Instagram

Um okkur

CrossFit Hamar var stofnað 5. júlí 2010. Í fyrstu var stöðin staðsett í Hamri, félagsheimili íþróttafélagsins Þórs á Akureyri. Starfsemin fór fram í litlum hliðarsal og í byrjun voru aðeins 3 WOD tímar í boði á dag, auk þess sem haldin voru grunnnámskeið. Haustið 2011 flutti CrossFit Hamar starfsemi sína í stærra húsnæði að Dalsbraut 1 og febrúar 2020 fluttum við í núverandi húsnæði að Óseyri 4.

CrossFit Hamar er fyrst og fremst þjálfunarstöð. Okkar aðal áhersla er á að viðskiptavinir okkar framkvæmi æfingar á réttan hátt undir leiðsögn, á sama tíma og við færum þeim skemmtilegt æfingarkerfi sem virkar!

Í hverjum tíma hefur þú aðgang að þjálfara sem leiðbeinir og leiðréttir.

 

Hafa samband

s: 690 5209

Óseyri 4, 600 Akureyri

Óseyri 4, 600 Akureyri

©2019 by Crossfit Hamar