Vetraráskorun 2017

CrossFit Hamar áskorun!

60 daga áskorun.
16. janúar – 16. mars

Við ætlum aftur að fara af stað með 60 daga áskorun! Hún verður með örlítið breyttu sniði frá því sem var í haust. Við ætlum að hafa meira utanumhald fyrir alla þáttakendur og kynna nýjung þar sem að hægt er að skrá lið. Bæði í einstaklings-og liðaáskorun verður hægt að vinna sér inn stig með mætingu og með því að framkvæma vikulegar áskoranir.

Innifalið í áskoruninni (bæði fyrir einstaklings-og liðaáskorun):

  • Fyrirlestur hjá Önnu Lóu Ólafsdóttur, 12. janúar, kl. 20:00
  • Fyrirlestur um næringu og útskýring á fyrirkomulagi, 16. janúar, kl. 20:00
  • Fituprósentu, ummáls-og þyngdarmælingar í upphaf og lok áskorunar. Fyrir og eftir myndir fyrir þá sem vilja. Mælingar fara fram daga fyrir og í fyrstu vikunni, bókið tíma hjá þjálfara.
  • Yfirferð á matardagbók á tveggja vikna fresti, fyrir þá sem vilja
  • Aðstoð við að búa sér til æfingaprógramm, fyrir þá sem vilja
  • Hugmyndir að máltíðum og upplýsingar um næringu og matarvenjur
  • Aðstoð við markmiðssetningu og eftirfylgd frá þjálfara
  • Lokaður facebook hópur
  • Vikuleg skil á framvindu

EINSTAKLINGS ÁSKORUN!
Í upphafi þarf hver og einn þátttakandi að setja sér a.m.k. eitt markmið sem hann/hún vill ná fyrir lok áskorunarinnar. Markmiðið verður að vera tengt heilbrigðum lífstíl, ná meiri styrk, missa þyngd eða bæði, einnig er hægt að setja sér annars konar markmið eins og að bæta sig í vissum æfingum eða hreyfingum. Markmiðið verður að vera mælanlegt. Þjálfarar munu fara yfir markmið hvers og eins, betra er að hafa markmiðin hæfilega krefjandi.
Þátttakendur þurfa að mæta á æfingu að minnsta kosti 3x í viku. Ef fólk kemst ekki á æfingu þarf það að láta vita og stunda einhvers konar hreyfingu í staðinn (a.m.k. 30mín)

LIÐAÁSKORUN!
Það virkar þannig að þið setjið saman þriggja manna lið, eða skráið ykkur og við aðstoðum ykkur við að setja saman lið. Reglur fyrir hvern og einn eru nákvæmlega sömu og í einstaklings áskoruninni. Hver og einn setur sér sitt markmið og þarf að mæta a.m.k. 3x í viku.  Allir í liðinu verða að ná sínum markmiðum! Að vera í liði ætti að vera auka hvatning til að ná markmiðum sínum, allir í liðinu styðja hvern annan og sjá til þess að allir liðsmenn nái sínum markmiðum.

Skráning í gegnum linkinn hér að neðan!

https://goo.gl/forms/Gpazw3xssSyu4zNA2

Skráningu lýkur 16. janúar.

Verð: 5.900 kr. fyrir korthafa
Verð: 19.900kr. fyrir aðra (2mánaða kort+áskorun)

Grunnnámskeið

Reitir merktir með * verður að fylla

Ábendingar

Instagram

#CROSSFITHAMAR


Warning: Invalid argument supplied for foreach() in /mounted-storage/home160b/sub044/sc83411-TRLP/crossfithamar.is/wp-content/plugins/php-code-widget/execphp.php(27) : eval()'d code on line 27