SumarÁskorun 2017

Sumaráskorun CrossFit Hamars er 21 dagur!

  • 2 grunntímar, mánudaga og þriðjudaga kl. 19
  • Ótakmarkaður aðgangur í alla okkar tíma
  • Matseðill sem tryggir hámarks árangur
  • Aðeins 7.900 kr! (60% afsláttur)
  • Einungis 15 pláss í boði á hverju námskeiði!
  • Skráðu þig hér!

4 dagsetningar í boði

  • 22. maí
  • 29. maí
  • 6. júní
  • 12. júní

Lestu frábærar umsagnir nokkurra sem hafa tekið þátt í áskorunum
CrossFit Hamars og breytt lífi sínu til hins betra!

Jón Ingi Sævarsson
Ég fór í þessa áskorun bæði vegna forvitnar og einnig til að geta breytt lífstíl mínum. 
Líkamleg breyting á mér er stórkostleg.  Ég er liðugri, ég finn mun meiri styrk og er léttari á mér heldur en fyrir 6 vikum.  Einnig er gaman að segja frá því að þolið hefur aukist til muna. Þjálfarar CrossFit Hamars er frábært fólk í alla staði og virkilega gaman á æfingum. Allir þjálfarar hafa verið frábærir og virkilega hjálpsamir og magnaðir í að leiðbeina manni. Gaman að fá hrós frá þjálfurum og vita þá að maður er að gera eitthvað rétt. Mér finnst æfingakerfið virkilega skemmtilegt og gefur mun betri árangur en að vera einn að þumbast í ræktinni, það er auðveldar að gefa sig ekki allan í dæmið þar. 

Ísleifur Guðmundsson
Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun að hafa skráð mig í þessa áskorun, því þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími. Ég er búinn að kynnast mikið að skemmtilegu fólki. Ástæðan fyrir því að ég skráði mig í þetta er sú að það hentar mér mun betur að vera með ákveðinn æfingartíma og vera í hópi en ekki bara að fara einn í ræktina. Ég fæ einfaldlega miklu meira út úr því að vera í “hópíþrótt” heldur en einn á stangli innan um járnið. Svo hafði mig langað að prufa þetta CrossFit sem margir eru búnir að tala um. 

Sigurður Svansson
Ég hef fundið fyrir breytingum andlega og svo líka líkamlega. Það hefur verið auðveldara að vakna á morgnanna og hef ég tileinkað mér það að fá mér hollan og góðan morgunmat alla daga vikunnar.
Stöðin fær algjöra toppeinkunn frá mér og þjálfarar allir sem einn í stöðinni, gott að ráðleggja sig við þjálfara, og þeir líka vel á tánum fyrir svona nýliðum eins og mér, með góðri leiðsögn. Allar þessar góðu teygjur eru vakning fyrir manni hversu mikilvægar þær eru fyrir okkur. 

Arnar Kristinsson
Í janúar síðastliðnum tók ég ákvörðun, án umhugsunar eins og mín er von og vísa, um að skrá mig í sex vikna áskorunina „Nýi þú“ hjá CrossFit Hamri. Þetta er ákvörðun sem ég fagna mjög að hafs tekið. Námskeiðið er sniðið að þörfum hvers og eins þátttakanda og mjög vel passað upp á að kenna rétta tækni við framkvæmd æfinganna. Mataræði er mikilvægur þáttur í heilsufari okkar og það er mikil áhersla lögð á að kynna hollt mataræði en án allra öfga sem mér finnst mikill plús. Það er skemmst frá því að segja að á þessum sex vikum sem námskeiðið stóð náði ég árangri sem mig dreymdi ekki einu sinni um og í mínum huga er ekki spurning að þetta er ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið og núna æfi ég fjórum til sex sinnum í viku af því ég hef gaman af því og CrossFit er að skila mér betri líðan og heilsu. Og að lokum er vert að nefna að þjálfarar hjá CrossFit Hamar eru undantekningalaust frábærir og alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð og ráðleggingar. 

Grunnnámskeið

Reitir merktir með * verður að fylla

Ábendingar

Instagram

#CROSSFITHAMAR


Warning: Invalid argument supplied for foreach() in /mounted-storage/home160b/sub044/sc83411-TRLP/crossfithamar.is/wp-content/plugins/php-code-widget/execphp.php(27) : eval()'d code on line 27