Umsagnir iðkenda

Sædís Steinólfsdóttir hefur æft hjá okkur í CrossFit Hamri í tæpt ár. Sædís hefur náð frábærum árangri á þessu ári og áhugi hennar og metnaður er sannarlega eftirtektarverður og hvetjandi. Á þessu tímabili hefur verið mjög gaman að fylgjast með bætingum hennar og sjá hana ná tökum á hverri æfingunni á fætur annari, að auki hefur Sædís misst 14 kg í ferlinu. Við báðum Sædísi að skrifa stutta frásögn um árangur sinn.

Í apríl/maí 2017 sagði ég upp áskrift þar sem ég hafði áður verið að æfa og var frekar óviss hvað ég vildi gera í framhaldinu þar sem ég var ekki tilbúin til þess að skuldbinda mig til lengri tíma í eitthvað sem mér fyndist svo kannski ekkert skemmtilegt.
Ég sá svo auglýsingu á Facebook hjá CrossFit Hamri með 21 dags áskorun og ákvað að taka þátt þar sem það var bæði ódýrt og ekki nema 3 vikur. Ég var frekar smeyk að mæta á æfingar til að byrja með þar sem ég þekkti ekki nema 1 eða 2 manneskjur þarna og þar að auki hafði ég aldrei æft með stangir og lóð áður heldur bara ketilbjöllur, svo í mínum augum var þetta stór áskorun.
Ég var samt ákveðin í því að gera mitt besta og reyna að mæta sem oftast á meðan áskorunin var í gangi til að gefa þessu séns – og gekk út með árskort áður en þessi 21 dagur var liðinn!
Tilhugsunin um að það væri erfitt að vera þarna þar sem ég þekkti nánast engan var ekki lengi að hverfa þar sem það tók enga stund að kynnast fullt af fólki. Það er allt svo heimilislegt þarna að manni finnst ekkert mál að spjalla við hvern sem er hvort sem maður þekki manneskjuna eða ekki, þetta er svona eins og ein risastór fjölskylda.
Á þessum tæpum 10 mánuðum sem ég hef æft þarna er ég búin að missa 14 kíló og hef bætt mig í flest öllum æfingum. Ég er að taka meiri þyngdir, tæknin er orðin betri og þar að auki er ég að fara úr því að taka W3 á æfingum yfir í W2 og nú tek ég yfirleitt flestar æfingar RX. Auðvitað er hellingur sem ég get ekki enn gert og þarf því að skala en í hverjum mánuði er ég að bæta mig og læra eitthvað nýtt.

Ég hef æft margar íþróttir og aldrei verið eitthvað sérlega góð í neinu, bara svona í meðallagi. Ég hafði lítið sem ekkert sjálfstraust þegar ég byrjaði, hvorki á æfingum né almennt í lífinu. Núna er ég loksins búin að finna íþrótt sem ég sé fram á að ég geti orðið góð í og sjálfstraustið er á réttri leið líka.

Ef einhver er í vafa hvað hann/hún vill gera í sambandi við hreyfingu mæli ég eindregið með Hamri, ég er í miklu betra formi líkamlega og andlega eftir að ég byrjaði að æfa þar. Ég er líka búin að eignast helling af nýjum vinum og svo er alltaf stutt í hrós og hvatningu á æfingu, hvort sem það sé frá öðrum iðkendum eða þjálfurum. (sem eru geggjað skemmtilegir og sjúllað fyndnir)

Takk kærlega fyrir mig þjálfarar og iðkendur CrossFit Hamars.


 

Halldór Elfar Hauksson hefur æft hjá okkur í rúmt ár og náð frábærum árangri! Á rúmu ári hefur Halldór bætt getu sína í æfingum svo um munar og í þokkabót misst 24 kg á einu ári, farið úr 143 kg í 119 kg!

,,Þegar ég steig á vigt í sundi síðla árs 2016 sá ég eitthvað sem ég átti ekki von á: 140+kg! Ég fékk pínu ógeð og ákvað að nú væri kominn tími til að gera eitthvað í mínum málum. Einn vina minna var búinn að reyna koma mér á réttu brautina fyrr á árinu en ég sagði þá að ég væri góður, sem ég var langt því frá. Ég hafði keypt mér hjól 5 árum áður og nýtti það nokkuð vel, en léttist samt ekkert og var þungur á mér. Í október árið 2016 ákvað ég því að skrá mig á grunnnámskeið í CrossFit og valdi Hamar, bæði vegna nálægðar við vinnustað og svo þekkti ég nokkkra sem voru að æfa þar.

Fyrsta kvöldið sem ég labbaði inn um hurðina var spes, ég hugsaði „hvað er ég að gera hér?“, ég sem svitnaði við tilhugsunina um það eitt að hreyfa mig. En ég kláraði grunnámskeiðið og mætti á mína fyrstu æfingu, nýji gæjinn sem ekkert kann. Það sem kom mest á óvart var að þarna voru allir á sýnum forsendum og eftir stuttan tíma kunni ég allt í einu að sippa (ásamt mörgu öðru)! Eftir prufumánuðinn keypti ég árskort og byrjaði að mæta 3 – 4 sinnum í viku, fínt að nýta klukkutímann í hádeginu til að hreyfa sig í staðin fyrir að fara í hamborgara og pepsi og leggja sig svo í sófanum á kaffistofunni. Fljótlega gaf ég í og fór að mæta 4-5 sinnum og alltaf jafn gaman að mæta á æfingu. Ég hafði sett mér það markmið að léttast um 10 kg þegar ég græjaði árskortið og fannst ég spenna bogann ansi hátt. Í janúar var haldin vetraráskorun sem ég ákvað að taka þátt í og í fyrsta skipti á ævinni skrifaði ég niður markmiðin mín: 5 armbeygjur á tánum og ná af mér nokkrum kílóum. Á sex vikum náði ég þeim, alltaf með þjálfarana á kanntinum að segja mér hvað ég mætti bæta og svo voru vinirnir líka duglegir að peppa, peppið er mikilvægt.

Það er góð tilfinning að ná markmiðum sínum, en nú fór að líða að sumri; „hvað geri ég nú?“. Ég er rútubílstjóri og vegna vinnunar er ég töluvert að heiman á sumrin og lítið svigrúm til æfinga. En ég leysti það með því að taka æfingafötin með og mæta á æfingu fyrir sunnan eða bara uppi á hótelherbergi þegar þannig bar við, hnébeygjur og armbeygjur þurfa ekki mikið pláss og góð teygjuæfing gerir helling líka. Um haustið sá ég að ég hafði staðið mig vel yfir sumarið og bætti ekki á mig kílóum eins og venjan var. Samhliða æfingunum hafði ég nefninlega tekið matarræðið smátt og smátt í gegn. Ég hætti að drekka svart gos (kók og pepsi) um leið og ég skráði mig í lok árs 2016 – sem var alveg djöfullega erfitt. Eftir jólin tók ég svo alla gosdrykki út, sem tók margfallt minna á. Um haustið 2017 var ég að mæta 6 sinnum í viku og farin frá því að taka W3 yfir í W2 og farinn að sjá fram á að geta tekið æfingu eins og hún er skráð á töfluna án þess að fara í léttari þyngd eða skipta út æfingu.

Í lok árs 2017 rann árskortið sitt skeið og hvað skildi þá gert? Jú í fysta skipti þá endurnýjaði ég kort í líkamsrækt og hóf að æfa mitt annað ár hjá Crossfit Hamar. Á þessu rúma ári sem er liðið frá því ég steig stressaður og smá smeikur inn um hurðina og klæddi mig í æfingargallan hefur allt farið til betri vegar; líkamleg geta er margfallt meiri, andleg heilsa betri, ég er hamingjusamarai og matarræðið horfir líka til betri vegar. Á þessu ríflega ári hafa kílóin farið úr 140+ niður í 119kg (í dag 18 mars 2018).

Endalausar þakkir eiga þjálfara teymið innan Crossfit Hamar sem og konan mín og vinir mínir sem æfa með mér alla daga takk takk“

Skráning á námskeið

Reitir merktir með * verður að fylla

Ábendingar