Þjálfarar

Brynjar Helgi Ásgeirsson Stöðvarstjóri/Yfirþjálfari/Eigandi
Brynjar stofnaði CrossFit Hamar árið 2010. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann byrjaði snemma að stunda íþróttir, æfði og keppti í júdó frá því hann var fimm ára gamall fram að tvítugsaldri og er þrettánfaldur íslandsmeistari í greininni. Brynjar hefur alla tíð lagt rækt við líkama og sál, hefur gengið mikið á fjöll og starfað sem leiðsögumaður í Glerárdalshringnum og í Gvatemala. Hann lagði stund á hlaup og kenndi spinning í þrjú ár. Árið 2008 kynntist hann CrossFit og hefur sú þjálfun verið hans aðal starf síðan. Brynjar er gríðarlega metnaðarfullur þjálfari og leitast í sífellu við að efla þekkingu sína á öllu sem viðkemur þjálfun, næringu, teygjum og tækni.

CrossFit Level 1
ÍAK einkaþjálfari
Whole9life næringarfræði
Rehab Trainer
Outlaw – Training Camp


Arnþrúður Eik Helgadóttir
Þjálfari/Viðburðastjóri/Eigandi
Arnþrúður er fædd og uppalin í Öxarfirði. Þegar hún kynntist crossfit árið 2009 hafði hún aldrei æft né stundað íþróttir að neinu ráði. Á þeim tíma hefði hún ekki getað gert armbeygjur á tám né eina upphífingu þó það hefði bjargað lífi hennar. Það breyttist þó eftir að hún kynnist og féll fyrir CrossFit. Síðan 2009 hefur hún stundað CrossFit og keppt bæði hérlendis-og erlendis í liða-og einstaklingskeppni, það verður að teljast talsvert afrek fyrir fyrrverandi sófakartöflu. Arnþrúður tók CrossFit Level 1 árið 2011 og hefur síðan starfað sem þjálfari hjá CrossFit Hamri.

CrossFit Level 1
Iðjuþjálfun B.Sc.
ÍAK einkaþjálfari
Outlaw – Training CampElfa Björk Víðisdóttir ÞjálfariSuthaphat Log Saengchueapho ÞjálfariElín Auður Ólafsdóttir Þjálfari

CrossFit Level 1


Björn Benediktsson ÞjálfariBjörn Torfi Björnsson Þjálfari

Björn er fæddur og uppalinn Akureyringur. Hann hefur frá unga aldri stundað íþróttir, t.a.m. fótbolta, golf, auk þess að hafa fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með yngri flokkum K.A. í handbolta. Björn fór á grunnámskeið hjá CrossFit Hamri í apríl árið 2012 og þá varð ekki aftur snúið. Hann tók svo CrossFit Level 1 þjálfararéttindin í desember 2013. Björn er nýlega fluttur til landsins eftir að hafa verið búsettur í Álaborg í Danmörk undanfarin 4 ár vegna náms, þar hefur hann starfað sem þjálfari hjá CrossFit Aalborg við góðan orðstír, auk þess að hafa tekið þátt í ýmsum keppnum með ágætis árangri.

CrossFit Level 1Sara Ómarsdóttir ÞjálfariSnævar Már Gestsson Þjálfari


Skráning á námskeið

Reitir merktir með * verður að fylla

Ábendingar