Gerðu æfingu að vana

Það getur verið erfitt að halda rútínu í daglegu amstri. Ferðalög, frí, próf, mikið vinnuálag, veikindi og alls kyns uppákomur geta orðið þess valdandi að við dettum úr rútínu. Æfingar eru oft það fyrsta sem fær að sitja á hakanum þegar eitthvað þessu líkt kemur upp í daglegu lífi. Það getur verið heilmikil áskorun að koma sér af stað aftur, fyrr en varir getur nokkurra daga fríið sem maður ætlaði að taka sér frá ræktinni orðið að vikum eða mánuðum. Hér eru nokkur einföld ráð sem geta auðveldað þér að koma æfingum aftur inn í daglega rútínu.

Settu upp skipulag fyrir æfingarnar
Það getur verið erfitt að finna tíma til að taka æfingu. Best er að taka frá tíma a.m.k. þrisvar sinnum í viku. Það er sama hversu mikið er að gera, það eiga allir 30-60 mín þrisvar sinnum í viku. Sérstaklega þegar maður hugsar til þess að þessar mínútur munu bæta bæði andlega og líkamlega heilsu, sem auðvitað gerir það að verkum að við tæklum verkefni dagslegs lífs betur.

Settu þig í samband við aðra
Hvort sem það er að spjalla aðeins við þjálfarann, taka með sér vini eða eignast æfingafélaga, þá munu tengingar við aðra á staðnum gera það að verkum að það er líklegra að þú komir aftur. Samfélagið sem myndast á æfingum er eitt af því sem gerir CrossFit ólíkt öðrum líkamsræktarstöðvum. Þegar þú veist að einhver býst við að hitta þig á æfingu á einhverjum sérstökum tíma, er miklu líklegra að þú setjir það í forgang að mæta. Hvettu aðra áfram, hjálpaðu æfingafélögunum að ganga frá búnaði, deildu búnaði í æfingu, spjallaðu við aðra í teygjum eða fyrir æfingar. Allt mun þetta aðstoða þig við að mynda tengingar og auðvelda þér að mæta á æfingar.

Settu þér markmið
Mjög margir setja sér einhvers konar áramótaheit, en því miður eru fæstir sem ná þeim. Vissir þú að það eru 42% meiri líkur á því að þú náir markmiði þínu ef þú skrifar það niður og skoðar það reglulega. Haltu dagbók og skrifaðu niður þín markmið fyrir næstu mánuði. Skoðaðu markmiðin í hverjum mánuði, breyttu þeim, aðlagaðu þau, skrifaðu hjá þér hvernig gengur að vinna að þeim og hvernig þú hefur bætt þig síðasta mánuðinn. Þessi leið er mjög hvetjandi til að halda sér á réttri braut.

Fáðu innblástur
Innblástur getur komið frá fjölmörgum stöðum og hver hefur sína hvatningu. Sumir þrífast á því að taka meiri þyngd í dag en í gær, horfa á keppnir, aðrir vilja sjá breytingar á líkama og enn aðrir fyllast hvatningar með því að skoða myndir og hvetjandi tilvitnanir. Finndu hvað veitir þér innblástur og notaði það!

Ekki gleyma mataræðinu..
Margir hætta að mæta á æfingar því þeir sjá ekki þann árangur sem þeir sækjast eftir. Það er sama hvað við reynum að finna margar afsakanir, staðreyndin er sú að mataræðið skiptir sköpun á leið okkar að árangri. Það skiptir ekki máli hvað markmiðið er, auka vöðvamassa, missa fitu eða auka úthald, mataræðið skiptir alltaf mestu máli. Um leið og þú sérð árangur af því sem þú ert að gera í eldhúsinu og á æfingum þá verður auðveldara að setja æfingar í forgang, þegar þú setur æfingar og mataræði í forgang þá sérðu meiri árangur. Allt helst þetta í hendur.

Grein þýdd frá www.crossfitinvictus.com

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Skráning á námskeið

Reitir merktir með * verður að fylla

Ábendingar


Warning: Unknown: open(/tmp/sess_33a022b0d21c58a53cb4f2791e6ef970, O_RDWR) failed: Permission denied (13) in Unknown on line 0

Warning: Unknown: Failed to write session data (files). Please verify that the current setting of session.save_path is correct () in Unknown on line 0