Næstu námskeið!

Krakka- og Unglingatímar

CrossFit Hamar ætlar að bjóða upp á fría kynningartíma á CrossFit fyrir krakka/unglinga á aldrinum 9-14 ára þriðjudaginn 11 og fimmtudaginn 13 september kl 15:00-16:00!
Allir krakkar á þessum aldri velkomnir að koma og prufa og við vonumst til að sjá sem flesta, endilega bjóða vinum með.
 
Við munum halda tímunum áfram fram að jólum ef næg þátttaka næst 🙂
 
Tökum við tómstundar ávísun Akureyrarbæjar.
Önnin kostar 24.900 kr
Önnin telur 24 skipti.
 
Skráning á crossfithamar@crossfithamar.is
CrossFit Hamar – Furuvellir 7
Sími 690-5209
Krakka- og Unglingatímar
Námskeiðið gengur út á að kynna fyrir krökkum og unglingum æfingakerfið CrossFit undir handleiðslu þjálfara í jafnframt uppbyggilegu og jákvæðu umhverfi.

Markmið námskeiðsins er að bæta heilsu barna og unglinga á víðum grunni með áherslu á góða líkamsstöðu, líkamsbeitingu, líkamsvitund, kjarnastyrk og liðleika.
Á námskeiðinu hjá krökkum verður að mestu unnið með eigin líkamssþyngd en hjá unglingum munum við vinna með létt lóð og stangir.

Í lok hverrar æfingu verður lögð áhersla á teygjur sem eru í takt við þær æfingar sem verið var að gera í tímanum sem og fræðsla um næringu og líkaman. Á námskeiðinu reynum við að sníða æfingar eftir hverjum og einum því við erum öll mismunandi:)
Skráning á crossfithamar@crossfithamar.is

 

CrossFit Eldri 60+ eru tímar ætlaðir einstaklingum sem eru komnir á efri árin. Tímarnir eru hannaðir að getu hvers og eins og saman standa af léttum lyftingum og úthaldsþjálfun.

Í tímunum er lögð áhersla á rétta líkamsbeitingu og henta því tímarnir vel þeim sem hafa veikt bak, axlir, hné ofl.
Fjölbreyttar æfingar við allra hæfi undir handleiðslu þjálfara.

Tímarnir eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga milli 10:00-11:00

Verð á mánuði 11.000 kr en frítt fyrir korthafa CrossFit Hamars
Skráning í síma 690-5209 eða
Netfangið crossfithamar@crossfithamar.is

Næstu Grunnnámskeið eru 24. september, 1. október og 15. október
Tveir tímar og kort sem gildir í þrjár vikur fylgir verð aðeins 14.900 kr!

Grunntímar eru kenndir mánudag og þriðjudag, kl. 18:30-19:30

Verð á grunnnámskeiði er 14.900 kr.

 

Lestu frábærar umsagnir nokkurra iðkenda

CrossFit Hamars sem hafa breytt lífi sínu til hins betra!

Jón Ingi Sævarsson
Ég fór í þessa áskorun bæði vegna forvitnar og einnig til að geta breytt lífstíl mínum. 
Líkamleg breyting á mér er stórkostleg.  Ég er liðugri, ég finn mun meiri styrk og er léttari á mér heldur en fyrir 6 vikum.  Einnig er gaman að segja frá því að þolið hefur aukist til muna. Þjálfarar CrossFit Hamars er frábært fólk í alla staði og virkilega gaman á æfingum. Allir þjálfarar hafa verið frábærir og virkilega hjálpsamir og magnaðir í að leiðbeina manni. Gaman að fá hrós frá þjálfurum og vita þá að maður er að gera eitthvað rétt. Mér finnst æfingakerfið virkilega skemmtilegt og gefur mun betri árangur en að vera einn að þumbast í ræktinni, það er auðveldar að gefa sig ekki allan í dæmið þar. 

Ísleifur Guðmundsson
Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun að hafa skráð mig í þessa áskorun, því þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími. Ég er búinn að kynnast mikið að skemmtilegu fólki. Ástæðan fyrir því að ég skráði mig í þetta er sú að það hentar mér mun betur að vera með ákveðinn æfingartíma og vera í hópi en ekki bara að fara einn í ræktina. Ég fæ einfaldlega miklu meira út úr því að vera í “hópíþrótt” heldur en einn á stangli innan um járnið. Svo hafði mig langað að prufa þetta CrossFit sem margir eru búnir að tala um. 

Sigurður Svansson
Ég hef fundið fyrir breytingum andlega og svo líka líkamlega. Það hefur verið auðveldara að vakna á morgnanna og hef ég tileinkað mér það að fá mér hollan og góðan morgunmat alla daga vikunnar.
Stöðin fær algjöra toppeinkunn frá mér og þjálfarar allir sem einn í stöðinni, gott að ráðleggja sig við þjálfara, og þeir líka vel á tánum fyrir svona nýliðum eins og mér, með góðri leiðsögn. Allar þessar góðu teygjur eru vakning fyrir manni hversu mikilvægar þær eru fyrir okkur. 

Arnar Kristinsson
Í janúar síðastliðnum tók ég ákvörðun, án umhugsunar eins og mín er von og vísa, um að skrá mig í sex vikna áskorunina „Nýi þú“ hjá CrossFit Hamri. Þetta er ákvörðun sem ég fagna mjög að hafs tekið. Námskeiðið er sniðið að þörfum hvers og eins þátttakanda og mjög vel passað upp á að kenna rétta tækni við framkvæmd æfinganna. Mataræði er mikilvægur þáttur í heilsufari okkar og það er mikil áhersla lögð á að kynna hollt mataræði en án allra öfga sem mér finnst mikill plús. Það er skemmst frá því að segja að á þessum sex vikum sem námskeiðið stóð náði ég árangri sem mig dreymdi ekki einu sinni um og í mínum huga er ekki spurning að þetta er ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið og núna æfi ég fjórum til sex sinnum í viku af því ég hef gaman af því og CrossFit er að skila mér betri líðan og heilsu. Og að lokum er vert að nefna að þjálfarar hjá CrossFit Hamar eru undantekningalaust frábærir og alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð og ráðleggingar. 

 

CrossFit Hamar

CrossFit Hamar var stofnað 5. júlí 2010. Í fyrstu var stöðin staðsett í Hamri, félagsheimili íþróttafélagsins Þórs á Akureyri. Starfsemin fór fram í litlum hliðarsal og í byrjun voru aðeins 3 WOD tímar í boði á dag, auk þess sem haldin voru grunnnámskeið. Haustið 2011 flutti CrossFit Hamar starfsemi sína í stærra húsnæði að Dalsbraut 1 og í desember 2014 fluttum við í núverandi húnsæði að Furuvöllum 7.

CrossFit Hamar er fyrst og fremst þjálfunarstöð. Okkar aðal áhersla er á að viðskiptavinir okkar framkvæmi æfingar á réttan hátt undir leiðsögn, á sama tíma og við færum þeim skemmtilegt æfingarkerfi sem virkar!

Í hverjum tíma hefur þú aðgang að þjálfara sem leiðbeinir og leiðréttir. Hjá CrossFit Hamar er boðið upp á þrjú mismunandi erfiðleikastig af hverri æfingu, WOD 1, WOD 2 og WOD 3.
WOD 1: Erfiðasta útgáfa af æfingu dagsins. Ætlað þeim sem eru lengst komnir.
WOD 2: Er yfirleitt byggt upp á sama hátt og WOD 1 nema með léttari þyngdum og möguleika á einfaldari tækni.
WOD 3: Einfaldasta útgáfa af æfingu dagsins. Hugsað fyrir byrjendur. Minnstu þyngdirnar, einfaldari tækni og færri endurtekningar.

Með því að hafa þessi þrjú erfiðleikastig og með því að aðlaga æfingar að þörfum hvers og eins reynum við að tryggja að allir sem koma á æfingu til okkar geti tekið æfingu sem hentar þeirra getustigi. Tímarnir okkar eru að mörgu leyti eins og hópeinkaþjálfun þar sem hver kúnni fær eins mikla athygli og hann óskar

Markmið Crossfit Hamars er að bjóða upp á fjölbreytta alhliða þjálfun og byggja upp góðan vinsamlegan anda meðal iðkenda.

Opnunartími Sjá tímatöflu

Barnagæsla (LOKUÐ Í SUMAR)

    • Mánudaga-fimmtudaga, kl. 16:00-18:00
    • Laugardaga, kl. 9:00-11:00

Verð fyrir barnagæslu
250 kr. skiptið/400 kr. fyrir systkini
2300 kr. 10 skipta kort/3500 kr. fyrir systkini
Barnagæsla er í fríi 6 vikur á hverju ári, frá 1. júlí og fram í miðjan ágúst

CrossFit Hamar er í samstarfi við CrossFit Reykjavík, CrossFit Hafnarfjörð, Crossfit XY og CrossFit Hengil í Hveragerði og geta iðkendur okkar æft þar frítt. Þetta samstarf er ætlað þeim sem eru að fara í stutt frí eins og nokkra daga, ef um lengri tíma er að ræða ráðleggjum við ykkur að kaupa kort eða semja við stöðvarnar.

CrossFit Hamar

Furuvöllum 7
600 Akureyri

crossfithamar@gmail.com

Brynjar 690-5209
Arnþrúður 868-9176

Skráning á námskeið

Reitir merktir með * verður að fylla

Ábendingar