Opin vika í CrossFit Hamri!

opin vika

 

Krakkanámskeið! Fyrsta vikan er opin, 29. ágúst – 31. ágúst 🙂

CrossFit Hamar býður upp á námskeið fyrir krakka og unglinga. Á námskeiðinu er leitast við að kenna krökkum rétta hreyfiferla við hinar ýmsu náttúrulegu hreyfingar svo sem lyftingar, fimleika ofl. CrossFit einblínir á nauðsyn þess að kenna krökkum að beita sér rétt í hreyfingum fyrir leik, íþróttaiðkun sem og við daglega iðju. Mikilvægt er að krakkar og unglingar öðlist góða líkamssvitund og réttan hreyfiferil snemma á lífsleiðinni. Það getur komið í veg fyrir slæma líkamsstöðu sem og meiðsli. Á námskeiðinu verður kennsla við léttar lyftingar, ásamt ýmsum fróðleik um mikilvægi liðleika og næringar. Þáttakendur ættu að öðlast betri líkamssvitund, meiri styrk, úthald. Þessu er reynt að ná fram með leikjum og fjölbreyttum æfingum.

Krakkanámskeið eru kennd tvisvar í viku.
9-13 ára – mánudaga og miðvikudaga kl. 15:15, hefst 29. ágúst
14-16 ára – þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15:15, hefst 30. ágúst
Verð: 18.000kr. önnin (Tökum við tómstundaávísunum) 

 

CrossFit Hamar var stofnað 5. júlí 2010. Í fyrstu var stöðin staðsett í Hamri, félagsheimili íþróttafélagsins Þórs á Akureyri. Starfsemin fór fram í litlum hliðarsal og í byrjun voru aðeins 3 WOD tímar í boði á dag, auk þess sem haldin voru grunnnámskeið. Haustið 2011 flutti CrossFit Hamar starfsemi sína í stærra húsnæði að Dalsbraut 1 og í desember 2014 fluttum við í núverandi húnsæði að Furuvöllum 7.

CrossFit Hamar er fyrst og fremst þjálfunarstöð. Okkar aðal áhersla er á að viðskiptavinir okkar framkvæmi æfingar á réttan hátt undir leiðsögn, á sama tíma og við færum þeim skemmtilegt æfingarkerfi sem virkar!

Í hverjum tíma hefur þú aðgang að þjálfara sem leiðbeinir og leiðréttir. Hjá CrossFit Hamar er boðið upp á þrjú mismunandi erfiðleikastig af hverri æfingu, WOD 1, WOD 2 og WOD 3.
WOD 1: Erfiðasta útgáfa af æfingu dagsins. Ætlað þeim sem eru lengst komnir.
WOD 2: Er yfirleitt byggt upp á sama hátt og WOD 1 nema með léttari þyngdum og möguleika á einfaldari tækni.
WOD 3: Einfaldasta útgáfa af æfingu dagsins. Hugsað fyrir byrjendur. Minnstu þyngdirnar, einfaldari tækni og færri endurtekningar.

Með því að hafa þessi þrjú erfiðleikastig og með því að aðlaga æfingar að þörfum hvers og eins reynum við að tryggja að allir sem koma á æfingu til okkar geti tekið æfingu sem hentar þeirra getustigi. Tímarnir okkar eru að mörgu leyti eins og hópeinkaþjálfun þar sem hver kúnni fær eins mikla athygli og hann óskar

Markmið Crossfit Hamars er að bjóða upp á fjölbreytta alhliða þjálfun og byggja upp góðan vinsamlegan anda meðal iðkenda.

Opnunartími Sjá tímatöflu

Barnagæsla

    • Mánudaga-fimmtudaga, kl. 16:00-18:00
    • Laugardaga, kl. 9:00-11:00

Verð fyrir barnagæslu
250 kr. skiptið/400 kr. fyrir systkini
2300 kr. 10 skipta kort/3500 kr. fyrir systkini
Barnagæsla er í fríi 6 vikur á hverju ári, frá 1. júlí og fram í miðjan ágúst

CrossFit Hamar er í samstarfi við CrossFit Reykjavík, CrossFit Hafnarfjörð, Crossfit XY og CrossFit Hengil í Hveragerði og geta iðkendur okkar æft þar frítt. Þetta samstarf er ætlað þeim sem eru að fara í stutt frí eins og nokkra daga, ef um lengri tíma er að ræða ráðleggjum við ykkur að kaupa kort eða semja við stöðvarnar.

CrossFit Hamar

Furuvöllum 7
600 Akureyri

crossfithamar@gmail.com

Brynjar 690-5209
Sigurður 696-8193
Arnþrúður 868-9176

Grunnnámskeið

Reitir merktir með * verður að fylla

Ólympískt grunnnámskeið

Reitir merktir með * verður að fylla

Ábendingar

Instagram

#CROSSFITHAMAR


Warning: Invalid argument supplied for foreach() in /mounted-storage/home134/sub044/sc83411-TRLP/crossfithamar.is/wp-content/plugins/php-code-widget/execphp.php(27) : eval()'d code on line 27